Fréttasafn



20. nóv. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað mikið

Í nýrri greiningu SI með yfirskriftinni Fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað milljarða króna kemur fram að stjórnendur verktakafyrirtækja sem starfa við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera, þ.e. ríkisins, sveitarfélaga, stofnana og opinberra fyrirtækja, telji að með auknum fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum, minni sveiflum í umsvifum opinberra framkvæmda á milli ára og skilgreindari undirbúningstíma megi draga úr kostnaði í opinberum framkvæmdum. 91% stjórnenda segja að ófyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum skili auknum kostnaði, þ.e. hærri tilboðum í útboðum hins opinbera. Aðeins 3% vilja meina að svo sé ekki. Stjórnendur segja að fyrirtæki þeirra gæti boðið nær 11% lægra í opinberar framkvæmdir ef fyrirsjáanleiki væri til staðar. Þetta er umtalsvert en heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þessum kostnaði væri því 19 milljarða króna sparnaður. Í greiningunni segir að það megi nefna í þessu sambandi að viðhald hins opinbera á vegakerfinu sé áætlað um 13 milljarða króna í ár en þörfin sé 18 milljarða króna samkvæmt Vegagerðinni. Með því að auka fyrirsjáanleika og gera áætlanir sem standist lengra fram í tímann gæti hið opinbera, svo dæmi sé tekið, skapað svigrúm til að mæta uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins.

Opinberar-framkvaemdir1

Opinberar-framkvaemdir2

Hér er hægt að nálgast greininguna í heild sinni.



Viðskiptablaðið, 20. nóvember 2024.

Morgunblaðið, 21. nóvember 2024:

Morgunbladid-21-11-2024