Fréttasafn21. sep. 2020 Almennar fréttir

Fyrirtæki hvött til ítrustu sóttvarna

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild hvetja starfsmenn fyrirtækja og stofnanna til þess að gæta ítrustu sóttvarna næstu daga. Í tilkynningu er hvatt til þess að fyrirtæki og stofnanir skipti upp rýmum, starfsmönnum sem geta sinni fjarvinnu geri það og að sameiginleg rými séu hreinsuð oft og vel. 

Í tilkynningunni kemur fram að mikilvægast af öllu séu þó einstaklingsbundnar sóttvarnir. Það er að þvo hendur oft, sótthreinsa og tryggja að minnsta kosti eins metra fjarlægð.

Mikil reynsla hefur skapast hjá fyrirtækjum og stofnunum síðustu mánuði þegar staða sem þessi hefur komið upp og þekkingin er svo sannarlega til staðar.

Á vef landlæknis eru leiðbeiningar um hvernig haga ber sóttvörnum við þessar aðstæður.

Á Covid.is er að finna kynningarefni sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt: 
https://www.covid.is/kynningarefni