Fyrirtæki sem fá undanþágu frá samkomubanni
Heilbrigðisráðherra hefur veitt nokkrum fyrirtækjum undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni, að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Breytingar kunna að verða á listanum sem verður þá uppfærður. Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.
Á vef Stjórnarráðsins er birtur listi yfir þau fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni. Á listanum eru meðal annarra fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins og tekið er fram að listinn sé birtur með fyrirvara SI um að ekki sé víst að listinn sé tæmandi:
- Mjólkursamsalan á Selfossi
- Matfugl í Mosfellsbæ
- Alcoa á Reyðafirði
- Norðurál á Grundaratanga
- Terra í Hafnarfirði
- Elkem á Grundartanga
- Rio Tinto – Ísal í Straumsvík í Hafnarfirði
Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða önnur fyrirtæki hafa fengið undanþágu frá samkomubanni.