Fréttasafn



21. ágú. 2025 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fyrirtækin halda að sér höndum í of háu aðhaldsstigi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í miðlum Sýnar aðhaldsstig peningastefnunefndar vera of hátt. „Við erum að sjá það að atvinnuleysi fer vaxandi. Það hefur hækkað miðað við síðustu ár. Við sjáum það að í iðnaði er launþegum að fækka. Þannig fyrirtækin eru að halda að sér höndum. Það kemur fram í umsvifum og öðru. Við höfum áhyggjur af þessu.“ 

Í fréttinni kemur fram að Sigurður sé ósáttur með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem heldur stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að húsnæðismarkaðurinn sé sérstaklega á slæmum stað og það þurfi að byggja fleiri íbúðir. „Ríkið þarf einhvern veginn að hvetja til þess, en aðgerðir þeirra hafa því miður verið þannig á undanförnum árum að frekar letja til nýrra íbúðauppbygginga.“ 

Vísir / Bylgjan, 20. ágúst 2025.