Fyrrum orkumálastjóri skaðaði umræðuna um orkumál
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, ræðir um iðnað á Íslandi í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar ræðir Þórarinn Hjartarson, stjórnandi hlaðvarpsins, við Sigríði meðal annars um stöðu raforkumála á Íslandi og segir hún að því miður hafi fyrrum orkumálastjóri skaðað umræðuna um orkumál umtalsvert.
Í þættinum ræða þau Sigríður og Þórarinn einnig um hvort Íslandi sé betur borgið innan ESB, hvort Valkyrjustjórnin muni verða stjórn verðmætasköpunar og af hverju erlend fjárfesting sé álitin tortryggileg.
Hér er hægt að nálgast þáttinn:
https://www.youtube.com/watch?v=FuzZuRukq4s