Gáfu 22 töfluskápa fyrir sveinspróf í rafvirkjun
Fyrir skömmu barst Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Sveinsprófsnefnd sterkstraums höfðingleg gjöf frá Rafport ehf. Um er að ræða 22 töfluskápa sem notaðir verða við sveinspróf í rafvirkjun.10 skápar verða settir upp hjá VMA á Akureyri og 12 skápar hafa verið settir upp í aðstöðu sveinsprófsnefndar að Stórhöfða 27.
Myndin var tekin af eigendum Rafports ásamt fulltrúa sveinsprófsnefndar þegar formlega var tekið við skápunum. Á myndinni eru: Helgi Eiríksson, Ólafur Sigurðsson, Jón Þór Guðjónsson og Guðjón M. Jónsson.