Fréttasafn



3. des. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Gagnlegar umræður um íslensk húsgögn og innréttingar

Gagnlegar umræður urðu á fundi um íslenska framleiðslu og hönnun á húsgögnum og innréttingum sem Samtök iðnaðarins, Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda og Samtök arkitektastofa, SAMARK, stóðu fyrir í síðustu viku í Húsi atvinnulífsins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var fundarstjóri.

Þarf samvinnu allra hagaðila

Á fundinum kynntu framleiðendur frá AGUSTAV, AXIS, Á. Guðmundsson, GÁ húsgögn og Sýrusson framleiðslu fyrirtækjanna fyrir arkitektum og hönnuðum og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðastöðvar, fjallaði um mikilvægi íslenskrar hönnunar. Í kynningu hennar kom m.a. annars fram að í hönnun í dag megi sjá meiri nýtingu auðlinda á Íslandi en sást fyrir 10 árum síðan. Nefndi hún sem dæmi Blue Lagoon Retreat, Lava Centre og sjóböðin á Húsavík sem dæmi. Halla lagði ríka áherslu á að ef á að ná sambærilegum árangri með íslenska hönnun og danir hafa náð með danska hönnun þurfi að stuðla að samvinnu allra hagaðila, vinna að markaðssetningu sem og að fjárfesta í greininni.

Opinberar byggingar búnar íslenskri framleiðslu og hönnun

Í umræðum að loknum kynningum var meðal annars farið inn á að í opinberum byggingum væri í mörgum tilvikum nær eingöngu fjárfest í innfluttum húsgögnum og nefnd voru dæmi af Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, og Hörpu. Rætt var um að hið opinbera þyrfti að sýna fordæmi þar sem tryggt væri að opinberar byggingar væru búnar íslenskri framleiðslu og hönnun. Nefnt var dæmi um Hof menningarhús á Akureyri þar sem Akureyrarbær lagði áherslu á að allir innanstokksmunir væru íslenskir og framleiddir á Íslandi. 

Fundur-november-2018-4-Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var fundarstjóri.

Fundur-november-2018-1-Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Fundur-november-2018-5-Ágústa Magnúsdóttir hjá AGUSTAV.

Fundur-november-2018-6-Eyjólfur Eyjólfsson hjá AXIS.

Fundur-november-2018-7-Reynir Sýrusson hjá Sýrusson.

Fundur-november-2018-8-Arnar Unnarsson hjá GÁ húsgögnum.

Fundur-november-2018-9-Guðmundur Ágústsson hjá Á. Guðmundsson.

Fundur-november-2018-3-

Fundur-november-2018-10-