Fréttasafn



23. sep. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Gervigreindarkapphlaupið til umræðu í Silfrinu

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, er meðal viðmælenda í Silfrinu á RÚV þar sem rætt er um möguleika og ógnanir í gervigreindarkapphlaupinu. Í inngangi þáttarins er gervigreindin sögð farin að setja mark sitt á samfélagið svo um muni  en tilvist hennar veki líka stór og mikil álitamál, bæði praktísk og siðferðisleg um orkuöflun, atvinnulíf, jöfnuð, lýðræði og jafnvel sjálfa mennskuna.

Viðmælendur í Silfrinu auk Sigríðar eru Henry Alexander Henryson, heimspekingur, og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid og tækniáhugamaður. Í upphafi þáttarins er rætt við  Errol Norlum, stofnandi The AI Framework.

Á vef RÚV er hægt að horfa á þáttinn. Umræðurnar hefjast á 9. mínútu. 

RÚV, 23. september 2025.