Fréttasafn30. des. 2016 Almennar fréttir

Gleðilegt nýtt ár!

Fimmti hver Íslendingur á vinnumarkaði hefur atvinnu af iðnaði. Hjá aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins starfar fagfólk á öllum sviðum sem gegnir veigamiklu hlutverki í að viðhalda öflugu samfélagi. Við sendum þeim og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfuríkt ár og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Á árinu voru vikulega birtir þættir á mbl.is þar sem fagfólk úr iðnaðinum segir frá störfum sínum og áhugamálum. Þættirnir sýna þá miklu grósku sem einkennir iðnaðinn í landinu og fjölbreytt störf sem fólkið sinnir. Á mbl.is er hægt að horfa á alla þættina, 40 talsins.