Fréttasafn



2. mar. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Góð hagstjórn skilar minni samdrætti

Í Morgunblaðinu er fjallað um nýjar tölur Hagstofunnar sem benda til þess að samdrátturinn í hagkerfinu hafi verið 6,6% í fyrra sem er minna en bankarnir og Seðlabankinn áætluðu í spám sínum þegar útlitið var hvað dekkst og óvissan hvað mest. Meðal þeirra sem rætt er við er Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, sem segir fjárfestingu hafa dregist minna saman en í mörgum fyrri niðursveiflum. Það sé m.a. að þakka góðri hagstjórn. Áhrifin af kórónukreppunni séu að miklu leyti afmörkuð við ferðaþjónustuna, þótt þau finnist víðar, m.a. í iðnaði.

Morgunblaðið, 2. mars 2021.