Fréttasafn31. jan. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Góð mæting á fund sprotafyrirtækja

Góð mæting var á opinn fund Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, sem haldinn var að loknum aðalfundarstörfum í gær í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var fjallað um þær breytingar sem nýlega gengu í garð á ýmsum lögum sem styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Sérstakur gestur fundarins var Rünno Allikivi, framkvæmdastjóri hjá Funderbeam. Einnig flutti Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, erindi með yfirskriftinni Enn betri nýsköpunarlög þar sem hún fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á lagaumhverfinu nýverið. Þá sagði Stefán Björnsson hjá tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds frá því hvernig nýta má skattafrádrátt einstaklinga til fjármögnunar nýsköpunarfyrirtækis. 

IMG_4839-ljosariSigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. 

IMG_4845-ljosariRünno Allikivi, framkvæmdastjóri hjá Funderbeam.

IMG_4835Stefán Björnsson hjá tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds.

IMG_4849