Fréttasafn19. des. 2022 Almennar fréttir Mannvirki

Góð mæting á jólafund Meistaradeildar SI

Góð mæting var á jólafund Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins, MSI, sem var haldinn fimmtudaginn 15. desember í Húsi atvinnulífsins. Í stjórn MSI eru formenn meistarafélaga í byggingargreinum innan SI. Á fundinum voru auk þeirra starfsfólk á mannvirkjasviði SI auk stjórnarmanna SI sem koma frá fyrirtækjum í mannvirkjagreinunum. 

Á fundinum var boðið upp á jólamat auk erinda og ávarpa. Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, kynnti nýgerða kjarasamninga við iðnaðarmenn. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, fór yfir mikilvægi stöðugs starfsumhverfis fyrir bygginga- og mannvirkjaiðnað og Árni Sigurjónsson, formaður SI, fór yfir liðið ár og starfið framundan. Eftir góðar umræður undir liðnum önnur mál sleit Jón Sigurðsson, formaður MSI, jólafundinum og þakkaði fundarmönnum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Jolafundur2Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Jolafundur4Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.

Jolafundur1Jón Sigurðsson, formaður Meistaradeildar SI.