Fréttasafn19. okt. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Góð mæting á rafrænan fræðslufund SI um verktakarétt

Hátt í 30 félagsmenn mættu á rafrænan fræðslufund SI um verktakarétt þar sem Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, fjölluðu um hvenær væri kominn verksamningur á milli aðila og gildi munnlegra samninga. 

Á fundinum fóru þær yfir nýleg dómafordæmi þar sem reynt hefur á efni munnlegra samninga og efni þeirra og til hvaða atriða hefur verið litið til við sönnun. Þá var einnig farið yfir þýðingu meistarauppáskriftar.

Nokkrar umræður sköpuðust í lok fyrirlesturinn um hvernig fyrirtæki gætu tryggt rétt sinn.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Fundur-19-10-2021