Fréttasafn



6. maí 2022 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Góð þátttaka á málþingi um réttindamál í byggingariðnaði

Góð þátttaka var á málþingi og vinnustofu um réttindamál í byggingariðnaði sem Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Samtök iðnaðarins og Hús fagfélaganna stóðu fyrir í Björtuloftum í Hörpu 5. maí. Á fundinum kom fram að byggingariðnaðurinn sé ein af undirstöðugreinum íslensks samfélags en sveiflurnar hafi verið miklar og starfsumhverfið því óstöðugt. Lengi hafi verið kallað eftir heildstæðari aðgerðum til að ná utan um réttindamál í byggingariðnaði með það að markmiði að bæta aðstöðu allra sem starfa í greininni, starfsfólks, fyrirtækja og hins opinbera.Fundarstjóri málþingsins var Hildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur FSRE. Ávörp fluttu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, fór yfir í sínu erindi hvað VÖR (Vistkerfi - Öryggi - Réttindi) gengur út á. Þá voru þrjú erindi flutt undir heitinu Hverjar eru stærstu áskoranirnar? Það voru Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar, Hildur Sunna Pálmadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, og Edda Bergsveinsdóttir, deildarstjóri réttindasviðs Vinnumálastofnunar sem fluttu erindin. Einnig voru tvö erindi þar sem svarað var spurningunni hvað megi gera til að bæta stöðuna. Það voru Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðn, og Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, sem fluttu þau erindi. 

Að framsögum loknum var efnt til vinnustofu þar sem þátttakendur tóku þátt í vinnu við að þróa tillögur um hvernig aðilar á byggingamarkaði geta tekið höndum saman og kortlagt þann vanda sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir í réttindamálum.

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir frá málþinginu og vinnustofunni.

Myndir/Heiða.

_F1A7475

_F1A7571

_F1A7462Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

_F1A7560Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ.

_F1A7591Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE.

_F1A7641Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar.

_F1A7691Hildur Sunna Pálmadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu.

_F1A7736Edda Bergsveinsdóttir, deildarstjóri réttindasviðs Vinnumálastofnunar.

_F1A7770Hildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur FSRE.

_F1A7775Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðn.

_F1A7822Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI.