Fréttasafn



1. feb. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Góð þátttaka í stefnumótun byggingavettvangs

Íslenski byggingavettvangurinn sem er samstarfsvettvangur aðila sem starfa í og við bygginga- og mannvirkjageira hér á landi stóð fyrir vinnustofu og stefnumótunarfundi um rannsóknir sem snúa að bygginga- og mannvirkjageiranum í Húsi atvinnulífsins í gær og var fundurinn vel sóttur. Vinnan miðaðist að því að fá sem skýrasta mynd af málefninu og þeim ólíku sjónarhornum sem máli skipta. Lögð var áhersla á að fá fram sem flest sjónarhorn. 

Fundurinn er liður í því að undirbúa umsókn til Vísinda- og tækniráðs um markáætlun fyrir íslenskan byggingariðnað en mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla byggingarannsóknir hérlendis. Niðurstöður fundarins verða nýttar til að móta innihald slíkrar áætlunar sem felur í sér fyrstu drög að skilgreiningu á metnaðarfullum hagnýtum rannsóknarverkefnum fyrir byggingariðnaðinn til næstu ára.