Græn framtíð til umræðu í sjónvarpsþætti á Hringbraut
Síðasti sjónvarpsþátturinn af fjórum um græna framtíð sem unnir eru í samstarfi Samtaka iðnaðarins og Hringbrautar verður sýndur í kvöld kl. 20 og endursýndur kl. 22. Fjögur fimmtudagskvöld í nóvember hefur þáttaröðin verið sýnd á Hringbraut þar sem fjallað er um fyrirtæki í iðnaði og hvernig þau nálgast markmið um kolefnishlutlaust Ísland. Umsjónarmaður þáttanna er Guðmundur Gunnarsson. Í þættinum í kvöld er sjónum beint að grænni framtíð. Í þættinum í kvöld verður rætt við Björn Brynjúlfsson hjá Borealis Data Center, Rögnu Söru Jónsdóttur hjá Fólk Reykjavík, Gest Pétursson hjá PCC á Bakka, Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI.
Þriðji þáttur - grænn byggingariðnaður
Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þriðja þáttinn þar sem rætt er um grænan byggingariðnað. Rætt er við Sigurð Ragnarsson hjá ÍAV, Sigríði Ósk Bjarnadóttur hjá Hornsteini, Sigþór Sigurðsson hjá Hlaðbæ Colas, Halldór Eiríksson hjá T.ark, Gylfa Gíslason hjá Jáverki og Björgu Ástu Þórðardóttur hjá SI.
Annar þáttur - græn nýsköpun
Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á annan þáttinn þar sem rætt erum græna nýsköpun. Rætt er við Ólaf Teit Guðnason hjá Carbfix, Sigrúnu Helgadóttur hjá Norðuráli, Kristinn Aspelund hjá Ankeri, Írisi Baldursdóttur hjá Snerpu Power og Nönnu Elísu Jakobsdóttur hjá SI.
Fyrsti þáttur - græn orkuskipti
Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á fyrsta þáttinn þar sem rætt var um græn orkuskipti við Björk Kristjánsdóttur hjá CRI, Björn Inga Victorsson hjá Steypustöðinni, Sigurð Ástgeirsson hjá Ísorku, Auði Nönnu Baldvinsdóttur hjá VOR, Guðmund Þorbjörnsson hjá Eflu og Sigríði Mogensen hjá SI.
Á vef Hringbrautar er hægt að nálgast alla þættina.