Græn iðnbylting á Íslandi til umræðu á Hringbraut
Græn iðnbylting á Íslandi var til umræðu á Hringbraut 30. mars. Þátturinn fylgir eftir umræðu sem var á Iðnþingi 2022 um græna Iðnbyltingu á Íslandi, græna nýsköpun og fjárfestingu, græna framleiðslu, græna mannvirkjagerð og græna framtíð.
Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn.
Stjórnandi þáttarins er Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Gestir þáttarins eru:
- Auður Nanna Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri Iðunn H2
- Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem
- Árni Sigurjónsson, formaður SI
- Guðmundur Þorbjörnsson, markaðsþróun Eflu
- Hulda Hallgrímsdóttir, gæðastjóri Össurar
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
Á myndinni fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Hulda Hallgrímsdóttir, Árni Sigurjónsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Álfheiður Ágústsdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir og Sigurður Hannesson.
Álfheiður Ágústsdóttir, Sigurður Hannesson, Auður Nanna Baldvinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Guðmundur Þorbjörnsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Árni Sigurjónsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson.