Fréttasafn



1. apr. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Orka og umhverfi

Græn iðnbylting á Íslandi til umræðu á Hringbraut

Græn iðnbylting á Íslandi var til umræðu á Hringbraut 30. mars. Þátturinn fylgir eftir umræðu sem var á Iðnþingi 2022 um græna Iðnbyltingu á Íslandi, græna nýsköpun og fjárfestingu, græna framleiðslu, græna mannvirkjagerð og græna framtíð.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn.

Stjórnandi þáttarins er Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Gestir þáttarins eru:

  • Auður Nanna Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri Iðunn H2
  • Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem
  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Guðmundur Þorbjörnsson, markaðsþróun Eflu
  • Hulda Hallgrímsdóttir, gæðastjóri Össurar
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Á myndinni fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Hulda Hallgrímsdóttir, Árni Sigurjónsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Álfheiður Ágústsdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir og Sigurður Hannesson.

Hringbraut_sjonarpsthattur-30-03-2022Álfheiður Ágústsdóttir, Sigurður Hannesson, Auður Nanna Baldvinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Hringbraut_sjonvarpsthattur2_-30-03-2022Guðmundur Þorbjörnsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Árni Sigurjónsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Thattur-a-Hringbraut-30-03-2022