Fréttasafn



13. maí 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Græn tækni til umfjöllunar á opnum fundi SI

Samtök iðnaðarins standa fyrir opnum fundi um framtíð grænnar tækni á Íslandi þriðjudaginn 24. maí kl. 9.00-10.30 í Hyl í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Íslensk stjórnvöld hafa sett háleit markmið í loftslagsmálum og mun nýsköpun og tækniþróun leika lykilhlutverk í að þeim markmiðum verði náð. Mikil gróska er í grænni tækni á Íslandi en á fundinum verður rætt um tækifærin og áherslumál fyrirtækja á þessu sviði. Samtök iðnaðarins hvetja frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja á þessu sviði til að mæta og taka þátt í samtalinu.

Fundarstjóri er Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Dagskrá

  • Opnun fundar - Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
  • Bakgrunnur og forsaga Clean Tech Iceland - Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI
  • Reynslusögur íslenskra fyrirtækja í grænni tækni
  • Alor - Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Carbon Recycling International - Ómar Sigurbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri
  • Umræður