Fréttasafn30. mar. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Grænvangur frumsýnir nýtt myndband um jarðvarma

Grænvangur sem SI á aðild að hefur frumsýnt nýtt myndband sem fjallar um jarðvarmaþekkingu Íslendinga, hvernig við höfum nýtt jarðvarma á sjálfbæran máta til þess að hita húsin okkar, framleiða rafmagn og nýjar vörur með fjölnýtingu jarðvarmans. Auk þess koma íslensk fyrirtæki að jarðvarmaverkefnum um allan heim. Þessi sérfræðiþekking er mikilvæg útflutningsvara, sérstaklega á tímum þar sem allur heimurinn leitast við að skapa sjálfbæra framtíð.

Í dag verður einnig opnunarviðburður World Geothermal Congress, WGC 2020+1, en um er að ræða eina stærstu jarðvarmasýning heims sem verður haldin mars til október. Opnunarviðburðurinn verður í netheimum klukkan 15-17 og er aðgengilegur hér. Í október verður ráðstefna í raunheimum í Hörpu, þar sem verður íslenskur bás undir formerkjum Green by Iceland og Iceland Geothermal. 

Hér er hægt að nálgast myndbandið um íslenskan jarðvarma.