Fréttasafn



25. mar. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Grænvangur mikilvægur samstarfsaðili

Á ársfundi Grænvangs sem var í beinu streymi frá Kaldalóni í Hörpu síðastliðinn þriðjudag var fjallað um grunninn sem íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og Grænvangur hafa lagt að loftslagsvænni framtíð og mikilvægi þess að halda áfram á sömu braut til að skapa sjálfbæra framtíð með góðri samvinnu. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir og sinnir kynningarstarfi á framlagi Íslands til loftslagsmála á erlendri grundu. Auk þess tekur Grænvangur virkan þátt í að tengja íslenskt atvinnulíf og stjórnvöld saman til að ná sameiginlegu markmiði um kolefnishlutleysi 2040.

Í tilkynningu frá Grænvangi kemur fram að forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hafi sagt í ávarpi að Grænvangur væri mikilvægur samstarfsaðili bæði hvað varðar þátttöku atvinnulífs í að stuðla að því að markmiði Íslands um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi 2040 nái fram að ganga sem og því mikilvæga starfi sem fer fram á erlendum vettvangi við að kynna árangur og sérfræðiþekkingu Íslendinga í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. 

Íslenskar loftslagslausnir sem skipta máli fyrir heiminn

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sagði meðal annars í sínu ávarpi að með því að efla eftirspurn eftir íslenskri sérfræðiþekkingu erlendis, örvum við hagvöxt, sköpum eftirsótt störf og ýtum undir nýsköpun á þessu sviði en Íslendingar hafi nú þegar þróað loftslagslausnir sem skipta máli fyrir heiminn.

Loftslagsáætlun atvinnulífsins í samstarfi sex hagsmunasamtaka

Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að Grænvangur vinni nú að því að gefa út Loftslagsáætlun atvinnulífsins í samstarfi við atvinnugreinafélögin sex innan Samtaka atvinnulífsins, þau eru SAF, Samorka, SFF, SFS, SI, SVÞ og Bændasamtök Íslands. Loftslagsáætlun atvinnulífsins mun skrásetja núverandi stöðu hverrar greinar með tilliti til losunar og aðgerða, kortleggja tækifæri til úrbóta og setja fram ábendingar um aðgerðir sem myndu hvetja til frekari árangurs á þessu sviði. Íslandsstofa og Grænvangur vinna saman að því að kynna Ísland sem leiðandi land á sviði sjálfbærni í öflugu samstarfi við íslensku sendiráðin og íslensk fyrirtæki. Sérstök áhersla er lögð á sögu Íslendinga af sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegrar orku og hringrásarlausnum undir formerkjum Green by Iceland.

Íslenskar grænar lausnir styðja við alþjóðleg markmið 

Á ársfundinum sögðu íslenskar verkfræðistofur frá verkefnum sem þær hafa komið að á heimsvísu, þá sagði EFLA frá velgengni í Noregi sem byggist á framúrskarandi sérfræðiþekkingu og Mannvit og Verkís sögðu frá mikilvægum jarðhitaverkefnum í Afríku sem hafa bein áhrif á sjálfbæra þróun á heimsvísu. Í tilkynningunni segir að verkefni sem íslensk fyrirtæki komi að erlendis hafi jákvæð áhrif á loftslagsmál og því geti kynning á íslenskum grænum lausnum stutt við alþjóðleg markmið um samdrátt í losun.

Hér er hægt að nálgast upptökur af streyminu: 

https://www.youtube.com/embed/0JGwd4V-BBo?start=1220

 

Graenvangur_adalfundur_23032021-2Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Graenvangur_adalfundur_23032021-6Sigurður Hannesson, formaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI.

Graenvangur_adalfundur_23032021-12Eggert Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri Grænvangs.

Graenvangur_adalfundur_23032021-3

Graenvangur_adalfundur_23032021-9

Graenvangur_adalfundur_23032021-1Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi.

Graenvangur_adalfundur_23032021-15Karl Guðmundsson, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

Graenvangur_adalfundur_23032021-17Steinþór Gíslason, sviðsstjóri á orkusviði hjá EFLU.

Graenvangur_adalfundur_23032021-19Lilja Tryggvadóttir, vélaverkfræðingur hjá Mannviti.

Graenvangur_adalfundur_23032021-22Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á sviði orku og iðnaðar hjá Verkís.