Fréttasafn14. sep. 2021 Almennar fréttir

Grátlegt hversu lélegir raforkuinnviðir eru

Daði Már Kristófersson, Viðreisn, sagði ein tegund lykilinnviða sem hann saknaði að væru ekki nefndir. „Það eru raforkuinnviðirnir. Hér hafið þið talað, Samtök iðnaðarins, og fleiri sem hafa talað hér í dag um möguleikana í grænum orkusæknum iðnaði, sem að vissulega eru verulegir. Það er þess vegna alveg grátlegt hversu lélegir raforkuinnviðirnir, sérstaklega stóra dreifikerfi Landsnets, er og raunverulega hvað illa hefur gengið að byggja það upp þrátt fyrir að staða fyrirtækisins leyfi það fyllilega.“

Hann sagði að það hafi raunverulega verið skipulagsmálin og leyfisveitingaferlin sem hafi tafið uppbyggingu Landsnets. „Þeir sem hafa áhuga geta farið inn á heimasíðu Landsnets og skoðað Íslandskortið og sagt mér síðan, er Ísland með raforkuinnviði? Af því að raunverulega þá erum við með tvo stubba, einn fyrir austan og annan hér á Suðvesturlandi.“ 

Daði Már sagði að annars værum við ekki með neina raforkuinnviði. „Það er verið að tengja Akureyri loksins núna almennilega við raforkukerfið. Þegar kemur síðan að því að dreifa þessari orku út til allra þeirra sem gætu búið yfir einhverjum snilldar hugmyndum um það hvernig á að nýta hana. Þá hefur það enn þá setið algjörlega á hakanum. Og eins og ég segi, ekki fyrir það að fyrirtækið hafi ekki bolmagn. Heldur vegna þess að kerfin sjálf hafa tafið fyrir ferlinu.“

Hér er hægt að nálgast kosningafund SI:

https://vimeo.com/600871564