Fréttasafn12. feb. 2020 Almennar fréttir Framleiðsla Starfsumhverfi

Gríðarleg efnahagsleg áhrif álversins í Straumsvík

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í hádegisfréttum RÚV að samtökin hafi talað um það síðustu vikur að það séu óveðurský yfir Íslandi og fréttir af Straumsvík í morgun séu enn ein staðfesting þess. „Og þetta eru býsna skýr skilaboð sem þarna koma fram.“ Tilkynnt var í morgun að Rio Tinto endurskoðar rekstur álversins og að hugsanlega verði dregið úr framleiðslu fyrirtækisins eða því lokað.

„Við höfum haft áhyggjur af þessu í lengri tíma og bent á það að í orkumálum eins og í öðrum málum þurfi að líta til virðiskeðjunnar í heild sinni. Ekki bara til þess að einu fyrirtæki gangi vel heldur til þess að iðnaðurinn sé sjálfbær,“ segir Sigurður í fréttum RÚV. Hann vísar til þess að í tilkynningu frá Rio Tinto komi fram að verðið sem fyrirtækinu býðst sé ekki samkeppnishæft.

Sigurður bendir á að efnahagsleg áhrif álversins í Straumsvík séu gríðarleg. Fyrirtækið greiði 11 milljarða til samfélagsins í gegnum skatta og kaup á vörum og þjónustu fyrir utan raforkuverð. „Á bak við það eru mörg störf og mörg fyrirtækinu í nærsamfélaginu byggja og reiða sig á viðskipti við þetta fyrirtæki.“ 

Á vef RÚV er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð, 12. febrúar 2020.

Staðfestir að efnahagsleg óverðursský eru yfir Íslandi

Þá var rætt við Sigurð í Fréttablaðinu þar sem hann segir tíðindin af rekstrar­erfið­leikum ál­versins í Straums­víks stað­festa að efna­hags­leg ó­veðurs­ský séu yfir Ís­landi. Staðan sé graf­alvar­leg, en hann vonast til þess að endur­skoðun á rekstrar­grund­velli muni fela í sér já­kvæðar niður­stöður.

Í fréttinni kemur fram að líkt og fram hafi komið hafi for­svars­­­menn Rio Tin­to greint frá því að allar leiðir verði kannaðar til að bregðast við þrengingum í rekstri ál­versins, þar á meðal komi til greina að loka ál­verinu al­farið en um 500 manns vinna í ál­verinu og því ljóst að mörg störf eru í húfi.

„Þetta er náttúru­lega graf­alvar­leg staða. Við höfum talað um það núna upp á síð­kastið að það séu ó­veðurs­ský yfir Ís­landi og ég held að þetta stað­festi það,“ segir Sigurður í sam­talinu við Frétta­blaðið. „Þarna er auð­vitað mikið í húfi, margir starfs­menn og um­svifin teygja sig auð­vitað svo­lítið langt út. Ál­verið er að kaupa þjónustu af mörgum fyrir­tækjum í nær­sam­fé­laginu.“

Í fréttinni segir Sigurður að Sam­tök iðnaðarins hafi haft á­hyggjur af stöðunni í lengri tíma. „Staðan á al­þjóða­mörkuðum er vissu­lega krefjandi en það er á­huga­vert að sjá það í til­kynningu fyrir­tækisins í morgun, að þar er sér­stak­lega vísað til þess að raf­orku­verð sé ekki sam­keppnis­hæft. Það eru auð­vitað býsna skýr skila­boð. Að þrátt fyrir þessar krefjandi að­stæður sem auð­vitað öll ál­ver í heiminum glíma við, að þá virðist þetta vera staðan hér. Að raf­orku­verðið sem þessu fyrir­tæki býðst virðist ekki vera sam­keppnis­hæft.“ Hann segir að sam­tökin voni að við endur­skoðun á rekstrinum sjái fyrir­tækið grund­völl fyrir á­fram­haldandi starf­semi á Ís­landi. „Eins og bent er á í til­kynningunni að þá stendur til að eiga sam­töl við helstu hag­aðila. Þar er vísað í stéttar­fé­lög, Lands­virkjun, stjórn­völd og fleiri þannig að þá vonandi skila þau sam­töl ein­hverjum árangri, þannig að fyrir­tækið sjái frekari grund­völl fyrir starf­semi hér á landi.“

Frettabladid.is, 12. febrúar 2020.

Gríðarlega mikið í húfi

Einnig er rætt við Sigurð um stöðu álversins í Straumsvík á mbl.is þar sem hann seg­ir að al­var­leg­ar frétt­ir morguns­ins þess efn­is að ál­ver­inu í Straums­vík verði mögu­lega lokað séu enn ein staðfest­ing þess að óveðursský séu yfir Íslandi. „Það virðist ekki vera að létta til,“ seg­ir Sig­urður á mbl.is og bæt­ir við að staðan sé býsna al­var­leg þar sem til greina komi að Rio Tinto hætti rekstri hér á landi. „Von­ir standa til þess að fyr­ir­tækið sjái áfram­hald­andi grund­völl fyr­ir starf­semi hér á landi.“ Hann seg­ir að gríðarlega mikið sé í húfi. „Útflutn­ings­tekj­ur á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins eru í kring­um 60 millj­arðar á ári. Fjöldi starfa er í ál­ver­inu sjálfu en þá má ekki gleyma því að fyr­ir­tækið kaup­ir vör­ur og þjón­ustu á Íslandi og borg­ar laun til starfs­manna fyr­ir hátt í ell­efu millj­arða króna.“ Þá segir Sig­urður í fréttinni að mik­ill þungi hafi verið í því sem haft var eft­ir Alf Barri­os, for­stjóra Rio Tinto Alum­ini­um, í til­kynn­ingu í morg­un en þar hafi meðal ann­ars komið fram að ál­verið væri ekki sam­keppn­is­hæft í krefj­andi markaðsaðstæðum vegna hás raf­orku­kostnaðar. „Þarna er um að ræða fyr­ir­tæki sem rek­ur ál­ver og orku­sæk­inn iðnað víða um heim og hef­ur þar af leiðandi góðan sam­an­b­urð. Núna blas­ir við að það munu verða viðræður um breyt­ing­ar á þeirri stöðu,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við að erfitt sé að segja til um hvort þær skili ein­hverju. 

mbl.is, 12. febrúar 2020.