Fréttasafn



14. maí 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Gróska í íslenskum líf- og heilbrigðistækniiðnaði

Í tilefni Nýsköpunarvikunnar stóðu Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa fyrir viðburði um stöðu og þróun íslenska líf- og heilbrigðistækniiðnaðarins í gær í Grósku. Á fundinum kom fram að líf- og heilbrigðistæknigeirinn á Íslandi væri fjölbreyttur, framsækinn og drifinn áfram af nýsköpun og nú væri rétti tíminn til að varpa ljósi á þau tækifæri sem hann býður upp á.

Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, stýrði fundinum. Heilbrigðisráðherra Alma Möller flutti ávarp í byrjun fundarins. Þá kynnti Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, líf- og heilbrigðisvísindamaður, nýja kortlagningu líf- og heilbrigðistæknigeirann á Íslandi sem byggir á fimm lykilstefum sem móta þróun greinarinnar sem hún vann fyrir Reykjavík Science City. Þessi fimm lykilstef eru nýsköpun, fjárfestingar, hæfni, alþjóðleg samkeppni og vöxtur. Að því loknu var efnt til pallborðsumræðna um tækifæri, áskoranir og næstu skref í atvinnugreininni með þátttöku eftirtaldra: Sesselja Ómarsdóttir forstjóri Genís, Jónína Guðmundsdóttir forstjóri Coripharma, Davíð Björn Þórisson hjá CPO & Founder, Kjartan Þórsson forstjóri Prescriby og Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri Algalíf Iceland. Umræðunum stýrði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. 

Myndir/Stephanie Zakas

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-54_websizeAlma Möller heilbrigðisráðherra.

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-41_websizeErla Tinna Stefánsdóttir hjá SI.

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-69_websizeSandra Mjöll Jónsdóttir Buch, doktor í líf- og lækna­vís­ind­um.

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-81_websizeÓlafur Baldursson hjá Landspítalanum stýrði umræðunum.

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-82_websizeDavíð Björn Þórisson hjá CPO & Founder, Sesselja Ómarsdóttir hjá Genís, Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og Jónína Guðmundsdóttir hjá Coripharma.

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-93_websizeSvavar Halldórsson hjá Algalíf Iceland og Kjartan Þórsson hjá Prescriby.

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-80_websize

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-76_websize

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-71_websize

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-44_websize

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-46_websize

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-48_websize

IIW-FOUNDERS-DAY_STEPH-ZAKAS_STEPHZAKAS.COM-75_websize