25. okt. 2016 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Gullsmíðameistarar heimsækja nemendur

Nemendur í gull- og silfursmíði við Tækniskólann bjóða á hverri önn gullsmíðameisturum í Félagi íslenskra gullsmiða og gestum til morgunverðar og sýna um leið hvað þau eru að fást við í námi sínu. Með þessu móti vill Tækniskólinn styrkja tengsl skólans og atvinnulífsins. Á hverju ári eru 8 nemendur teknir inn á gull- og silfursmíðabrautina eftir að hafa sent inn ferilskrá og möppu sem sýnir helstu verk nemandans. Að þessu sinni var boðið til morgunverðarins mánudaginn 24. október. 

Sjá myndir frá morgunverðarboðinu á Facebook síðu SI.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.