Fréttasafn



20. sep. 2023 Almennar fréttir Félag íslenskra gullsmiða Iðnaður og hugverk

Gullsmíðanemar kynna sér starfsemi FÍG og SI

Nemendur ásamt kennara á fyrsta ári í gullsmíðanámi í Tækniskólanum kynntu sér starfsemi Félags íslenskra gullsmiða, FÍG, og Samtaka iðnaðarins í heimsókn sinni í Hús atvinnulífsins í gær. Á móti þeim tóku Arna Arnadóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða, og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI. Arna kynnti fyrir nemendunum starfsemi FÍG og Erla Tinna sagði frá þeim ávinningi sem er af aðild Samtaka iðnaðarins.

Á myndinni eru formaður FÍG ásamt nemendum og kennara í gullsmíðanámi Tækniskólans.