Gullsmiðir bjóða heim
Laugardaginn 17. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn.
Þetta er í fjórða sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn og er það gert í tengslum við afmæli félagsins, 19. október.
Markmið Gullsmiðadagsins er vekja athygli á fagmennsku í greininni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða.
Þetta árið ætla gullsmiðir að leggja áherslu á þrif og almennt viðhald á skartgripum og bjóða gestum og gangandi að koma með uppáhaldsskartgripinn sinn, fá létt þrif á honum og spjalla við fagmanninn.
Í skartgripum liggja oft mikil verðmæti, tilfinningaleg jafnt sem efnisleg og það virðist stundum gleymast að þeir þarfnast þrifa og viðhalds.
Gullsmíði er krefjandi og viðamikið nám þar sem tekið er á mörgum þáttum tengdum faginu. Að versla við faglærðan gullsmið er bæði gæðastimpill með vörunni og felur oftast í sér ábyrgð á henni sem ekki er hægt að ganga að vísri annarstaðar.
Þennan dag mun gullsmiðurinn vera til taks í versluninni og svara þeim spurningum sem sem brenna á vörum gesta.
Gullsmiðir innan FÍG hafa stutt söfnun Krabbameinsfélaginu og selt viðhafnarútgáfu úr silfri af Bleiku Slaufunni. Þessi slaufa er framleidd í takmörkuðu upplagi og mun sölu á henni ljúka um helgina.
Erling Jóhannesson gullsmiður hannaði bleiku slaufuna í ár. Erling vann hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélagi Íslands í samstarfi við Félag Íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar og lýsir hann formi hennar þannig: “Þessi slaufa er lítið samfélag, samfélag sem stendur með þér, heldur í hönd þína þegar þegar á bjátar”
Gullsmiðir sem bjóða heim
Hafnarfjörður
Fríða, Strandgötu 43
Nonni gull, Strandgötu 37
Sign gullsmíðaverkstæði
við smábátahöfnina
Kópavogur
Meba Rhodium, Smáralind
Reykjanesbær
Georg V. Hannah, úra og
skartgripaverslun, Hafnargötu 49
Reykjavík
Anna María Design, Skólavörðustíg 3
Aurum, Bankastræti 4
Carat-Haukur gullsmiður, Hátúni 6a
Erling gullsmiður, Aðalstræti 10
Gull og silfur, Laugavegi 52
Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3
Gullbúðin, Bankastræti 6
Gullkistan, Frakkastíg 10
Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13
GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12
Hún og hún, Skólavörðustíg 17b
Jens gullsmiður, Grandagarði 31
Meba Rhodium, Kringlunni
Metal Design, Skólavörðustíg 2
Orr gullsmiðir, Bankastræti 11
Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5
Tímadjásn, Grímsbæ