Fréttasafn29. sep. 2016 Iðnaður og hugverk

Gullsmiðirnir Lovísa og Unnur Eir hanna bleiku slaufuna

Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur gullsmiðir hanna bleiku slaufuna í ár en Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið halda samkeppni árlega um val slaufunnar. Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskylduna og samfélagið. 

Viðhafnarútgáfa bleiku slaufunnar er hálsmen úr silfri sem selt er í takmörkuðu upplagi. Viðhafnarútgáfan er til sölu hjá flestum gullsmiðum og söluaðilum úti á landi.

Lovísa og Unnur Eir stunduðu nám saman í Iðnskóla Reykjavíkur og útskrifuðust þaðan 2007. Þær hanna báðar og smíða undir sínum nöfnum. 

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins. Allur ágóði af sölu slaufunnar í ár rennur til kaupa á endurnýjuðum tækjabúnaði sem er ætlaður til leitar að brjóstakrabbameini.