Gylfi Gíslason endurkjörinn formaður Mannvirkjaráðs SI
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks ehf., var endurkjörinn formaður Mannvirkjaráðs SI á fyrsta fundi ráðsins á þessu ári sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í vikunni.Reynir Sævarsson, stjórnarformaður Eflu ehf., var kjörinn nýr varaformaður ráðsins.
Mannvirkjaráð SI er samstarfsvettvangur innan SI sem hefur það hlutverk að stuðla að umbótum í mannvirkjaiðnaði, sjálfbærri þróun hans, jákvæðri ímynd og heilbrigðu starfsumhverfi, atvinnulífinu og samfélaginu til hagsbóta. Mannvirkjaráð SI er skipað fulltrúum frá öllum félögum og starfsgreinahópum sem starfa innan mannvirkjasviðs SI á hverjum tíma, ásamt stjórn SI, en innan mannvirkjasviðs SI er öll virðiskeðja mannvirkjaiðnaðar á Íslandi.
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, og Reynir Sævarsson, stjórnarformaður Eflu.