Fréttasafn



28. mar. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Hægir á vexti íbúðabygginga á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Aukningin frá september-talningu 2018 er 3% á höfuðborgarsvæðinu en í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin hins vegar mun meiri eða 22%. Í byggingu eru nú 4.988 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt talningunni sem fram fór í byrjun mars. Þetta eru 143 eða 3% fleiri íbúðir en voru í byggingu í september síðastliðnum, þ.e. þegar samtökin gerðu síðast talningu á íbúðum í byggingu. Minni vöxtur hefur ekki verið á milli mælinga á íbúðum í byggingu síðan 2015. Íbúðir í byggingu eru nú 5,7% af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu en það hlutfall var 5,6% í september sl.  

Ibudir-i-byggingu_1553761390355

Hér er hægt að nálgast greiningu SI um nýja íbúðatalningu.