Hægt að tilnefna fyrirtæki til jafnréttismálaverðlauna
Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í fjórða sinn í næstu viku, þriðjudaginn 26. september, í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 8.30-10. Á sama tíma og verðlaunin verða afhent er efnt til fundar þar sem bent verður á hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum. Íslandsbanki, Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið verðlaunin. Hér er hægt er að tilnefna fyrirtæki til verðlaunanna til þriðjudagsins 19. september. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.
Hér er hægt að skrá sig á afhendinguna og fundinn.
Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð.