Fréttasafn



18. jún. 2018 Almennar fréttir Menntun

Hærra hlutfall nemenda í verk- og starfsnám

Um 16% nemenda innrituðust á verk- eða starfsnámsbrautir sem hefjast í haust en til samanburðar var hlutfallið 12% á haustönn 2017. Aðsókn hefur því aukist um þriðjung. Flestir nemendur sóttust eftir því að komast inn á bóknáms- eða listnámsbrautir til stúdentsprófs eða 69% þeirra sem sóttu um. Um 15% nemenda innrituðust á almenna námsbraut eða framhaldsskólabraut en þessar námsbrautir eru einkum ætlaðar þeim sem ekki uppfylla inntökuskilyrði til að komast beint inn á aðrar brautir. Þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar.

Flestir í rafiðngreinar

Af þeim sem sóttu um á verk- eða starfsnámsbrautum innrituðust 163 inn á námsbrautir sem tengjast rafiðngreinum, 121 nemandi á námsbrautir tengdum málmiðngreinum og 91 nemandi innritaðist á námsbrautir tengdum byggingagreinum.

Innritun_2018_-_innritunarbrautir

Á vef Menntamálastofnunar er hægt að lesa nánar um skráningarnar.