30. okt. 2017 Almennar fréttir

Hærri skattar myndu auka niðursveifluna í hagkerfinu

Í Morgunblaðinu um helgina var fjallað um mögulegar skattahækkanir sem margir flokkar boðuðu fyrir kosningar. Þar segir að verði tillögur stjornmálaflokkanna í skattamálum að veruleika eftir kosningar gæti það haft víðtæk áhrif, meðal annars á hagvöxtinn. Í fréttinni er haft eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi SI, að boðaðar skattahækkanir hafi afleiðingar. „Það er fyrirséð að á næstunni muni draga úr hagvexti hér á landi og að samhliða dragi úr spennunni í hagkerfinu, atvinnuleysi aukast og framleiðsluþættir losna. Væntanlega mun aðstaða efnahagsmála á næsta kjörtímabili því breytast nokkuð frá því sem verið hefur varðandi þörf á aðhaldi í hagstjórn. Þannig verða aðstæður betri til að fara í aðgerðir til að létta íþyngjandi skatta á fólk og fyrirtæki án þess að það útheimti sparnaðaraðgerðir á útgjaldahlið ríkisfjármála,“ segir Ingólfur sem telur hugmyndir um skattahækkanir„úr takti“ við stöðuna. „Slíkt myndi einungis auka á niðursveifluna og gera lendingu hagkerfisins harkalegri.“

Í fréttinni sem Baldur Arnarson, blaðamaður, skrifar er einnig rætt við hagfræðingana Ásgeir Jónsson og Yngva Harðarson. 

Morgunblaðið, 28. október 2017. mbl.is


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.