Hæsta tréhús í heimi til umfjöllunar á fundi MFH
Góð mæting var á félagsfund Meistarafélags húsasmiða, MFH, sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu. Á fundinum flutti Magnús H. Guðjónsson, húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur, erindi um Mjøstårnet í Brumunddal sem er hæsta tréhús í heimi. Þá kynnti Ólafur Jónsson hjá Nemastofu vinnustaðanám í húsasmíði og rafræna ferilbók. Að lokum voru Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Eyrún hjá Reykjavíkurborg með kynningu á rafrænum byggingarleyfisumsóknarferlum hjá Reykjavíkurborg og framgang þess verkefnis.