Fréttasafn



11. sep. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Hætta á að við lendum í efnahagslegum vítahring

Í Morgunblaðinu er fjallað um nýja greiningu SI sem sýnir að byggingariðnaðurinn á Íslandi sé í niðursveiflu eftir fjögurra ára stöðugan vöxt og segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í samtali við Morgunblaðið að hætta sé á að við lendum í efnahagslegum vítahring sem leiði til skorts á íbúðarhúsnæði miðað við þörf. Hann bætir við að þessi staða muni tefja efnahagsbatann, afleiðingarnar séu skert samkeppnishæfni og hærri verðbólga og vextir, auk minni verðmætasköpunar. „Stjórnvöld verða að bregðast við með markvissum aðgerðum. Tryggja þarf skilyrði fyrir aukna og stöðuga uppbyggingu. Verðbólga og vextir verða að lækka. Það þarf að draga úr byggingarkostnaði með endurskoðun skatta og gjalda og einföldun byggingarreglugerðar. Einnig þarf að auka framboð byggingarhæfra lóða á viðráðanlegu verði og stytta og einfalda ferli skipulags- og byggingarleyfa hjá sveitarfélögum. Síðast en ekki síst þarf að ná þverpólitískri sátt um langtímaáætlanir í húsnæðismálum fyrir allt landið. Það verður enginn stöðugleiki á húsnæðismarkaði nema með samhentu og heildstæðu átaki ríkis, sveitarfélaga og iðnaðarins.“

Morgunblaðið / mbl.is, 11. september 2025.

Morgunbladid-11-09-2025_2