Fréttasafn



25. jan. 2018 Almennar fréttir Nýsköpun

Hampiðjan skarar framúr í nýsköpun

Hampiðjan, sem er eitt af aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins, hlaut viðurkenningu Creditinfo fyrir að vera framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins. Dómnefndin sem valdi fyrirtækið sem skaraði fram úr í ný­sköpun horfði til þátta eins og fjölda einkaleyfa og hvort að nýsköpun væri hluti af daglegu starfi fyrirtækis­ins. Viðurkenningin var afhent í Hörpu í gær að viðstöddum fjármálaráðherra. 

Samtök iðnaðarins óska Hampiðjunni til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Á mbl.is er hægt að lesa nánar um viðurkenningar Creditinfo.