25. apr. 2016 Gæðastjórnun

Harald & Sigurður hlýtur D-vottun

Harald & Sigurður ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Harald & Sigurður ehf. var stofnað 1986. Hjá fyrirtækinu sem hefur aðsetur að Stangarhyl 6, Reykjavík starfa að jafnaði um 10 manns.  Harald & og Sigurður hafa m.a. sérhæfir sig í framleiðslu á ABB afldreifitöflum sem byggir á sérhönnuðu gæðakerfi framleiðanda fyrir slíkan búnað ásamt annarri almennri og tæknilegri rafvirkjavinnu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.