Fréttasafn



24. jún. 2019 Almennar fréttir Menntun

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 627 nemendur

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 627 nemendur við hátíðlega athöfn í Hörpu síðastliðinn laugardag. 400 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 225 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu. Í útskriftarhópnum voru 301 kona og 326 karlar.

Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að í fyrsta skipti hafi verið brautskráð frá sjö deildum, samkvæmt nýju skipulagi háskólans. Flestir luku námi frá verkfræðideild háskólans, eða 152 nemendur, þar af 79 úr grunnnámi, 71 úr meistaranámi og 2 með doktorsgráðu. Frá viðskiptadeild háskólans útskrifuðust 143 nemendur, þar af 80 með meistaragráðu. Tölvunarfræðideild útskrifaði 125 nemendur, þar af 9 með meistaragráðu. Sálfræðideild útskrifaði 76 nemendur, þar af 23 með meistaragráðu. Lagadeild útskrifaði 62 nemendur, þar af 31 með meistaragráðu. Frá iðn- og tæknifræðideild útskrifuðust 36 nemendur úr grunnnámi. Loks útskrifuðust 33 nemendur frá íþróttafræðideild, þar af 11 úr meistaranámi.

Nemendur sem hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur voru Esther Ýr Óskarsdóttir BA í lögfræði, Jevgenij Stormur Guls BSc í vél- og orkutæknifræði, Þóra Kristín Jónsdóttir BSc í íþróttafræði, Guðrún Þóra Sigurðardóttir BSc í hátækniverkfræði, Matthías Davíðsson BSc í tölvunarfræði, Karen Kristinsdóttir BSc í sálfræði og Sverrir Bartolozzi BSc í hagfræði og fjarmálum.

Hér er hægt að horfa á upptöku frá brautskráningunni.

Utskriftarhopur-HR-vor-2019