Fréttasafn22. jún. 2020 Almennar fréttir Menntun

Háskólinn í Reykjavík útskrifar 600 nemendur

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 600 nemendur við hátíðlegar athafnir í Hörpu síðastliðinn laugardag en brautskráningunni var skipt í tvær athafnir og voru nemendur tæknisviðs útskrifaðir fyrir hádegi og nemendur samfélagssviðs eftir hádegi. Í tilkynningu segir að 437 nemendur hafi brautskráðst úr grunnnámi, 160 úr meistaranámi og 3 úr doktorsnámi. Í útskriftarhópnum voru 269 konur og 331 karl.

Flestir luku námi frá tölvunarfræðideild háskólans eða 144 nemendur, þar af fjórir með meistaragráðu. Frá viðskiptadeild háskólans útskrifuðust 133 nemendur, þar af 51 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu. Frá verkfræðideild útskrifuðust 126, þar af 49 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu. Sálfræðideild útskrifaði 74 nemendur, þar af 21 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu en það er í fyrsta sinn sem doktorsnemi útskrifast frá sálfræðideild háskólans. Lagadeild útskrifaði 53 nemendur, þar af 19 með meistaragráðu. Frá íþróttafræðideild útskrifuðust 44 þar af 16 úr meistaranámi. 26 nemendur útskrifuðust frá iðn- og tæknifræðideild.

Á myndinni hér fyrir ofan eru þeir sem útskrifuðust frá tæknisviði skólans og á myndinni fyrir neðan eru þeir sem útskrifuðust frá samfélagssviði.

Utskrift_samfelagssvid-2020