Fréttasafn



13. apr. 2018 Almennar fréttir

Heimili & hönnun á stórsýningu í Höllinni á næsta ári

Stórsýningin Lifandi heimili & hönnun verður haldin í Höllinni 17. til 19. maí á næsta ári 2019. Sambærileg sýning var haldin 18. til 21. maí á síðasta ári þegar um 24.000 gestir mættu. Samtök iðnaðarins voru þá meðal samstarfsaðila og verða það aftur. Sýningunni verður skipt upp í annars vegar nútímaheimilið og hins vegar sumarið og garðinn. Um er að ræða þriggja daga sýningu sem hefst á föstudeginum á sérstökum fyrirtækjadegi og síðan er opið fyrir almenning laugardag og sunnudag.    

Á sýningunni verður áhersla lögð á allt það nýjasta í hönnun fyrir heimilið og umhverfi þess og allt fyrir garðinn og nærumhverfi heimilisins.     

Áætlað er að um 26-30 þúsund manns muni mæta á sýninguna þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér allt það nýjasta á markaðinum á einum stað og gera í leiðinni góð kaup á vöru eða þjónustu. Á sýn­ing­unni býðst fólki að koma og sjá það helsta sem hús­gagna­versl­an­ir, hönnuðir og fyr­ir­tæki sem tengj­ast heim­il­inu hafa upp á að bjóða. Með sýningunni er skapaður einn sameiginlegur vettvangur fyrir framleiðendur, hönnuði, arkitekta og aðra fagaðila til að kynna sér á einum stað allt það nýjasta á markaðinum. Gert er ráð fyrir að yfir 100 fyrirtæki muni kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni. 

​Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um sýninguna.