Fréttasafn27. jan. 2022 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins opinn fyrir umsóknir

Utanríkisráðuneytið hefur auglýst að Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu sé opinn fyrir umsóknir.  Umsóknarfrestir eru 3. febrúar, 3. maí og 3. október á þessu ári. Hægt er að senda fyrirspurnir um sjóðinn á netfangið atvinnulifssjodur@utn.is. Umsóknir þurfa að berast í gegnum þennan hlekk: www.island.is/atvinnulifssjodur.

Með þátttöku leggja fyrirtæki af mörkum við að draga úr fátækt og stuðla að sjálfbærni með eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þróunarlöndunum. Um leið auka þau samkeppnishæfni sína á framtíðarmörkuðum. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni stuðli að jafnrétti kynjanna og að jákvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum.

211207-Utanrikisraduneytid-Auglysingaefni-255x200-V2-002-