Fréttasafn



29. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsmet í skattlagningu á áfengi

Félag Viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu fyrir skömmu. Í umfjöllun Vísis um fundinn kemur fram í máli Björgu Ástu Þórðardóttur, lögfræðings SI, sem var fundarstjóri á fundinum að skattlagning á áfengisframleiðendur sé eitt helsta vandamálið sem minni bjórframleiðendur standi frammi fyrir.

Í fréttinni kemur fram að töluverð aukning hafi verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13% á árunum 2012 til 2016. Salan fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra en um 70% af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafi tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist.„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg Ásta.

Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er og getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. Björg Ásta segir að eftir því sem áfengisprósentan hækki þá hækki gjaldið og telur hún að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. 

Nánar á Vísi.