Fréttasafn24. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsókn frá systursamtökum í Noregi

Hópur frá Noregi heimsótti Samtök iðnaðarins og Samtök rafverktaka, SART, í vikunni. Um var að ræða félagsmenn í systursamtökum SART sem nefnast NELFO og EL&IT sem eru systursamtök Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ. Tilgangur ferðarinnar til Íslands var meðal annars að kynna sér starfsemi Rafmenntar.

Á myndinni eru auk gestanna frá Noregi Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, Borgþór Hjörvarsson, formaður FÍR og Björn Ágúst Sigurjónsson hjá RSÍ.