Fréttasafn



17. nóv. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi

Heimsókn í ÁK Smíði á Akureyri

Fulltrúi Samtaka iðnaðarins heimsótti ÁK Smíði þar sem Ármann Ketilsson, einn eigenda fyrirtækisins og formaður Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi, tók á móti Elísu Arnarsdóttur, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI. Í heimsókninni var rætt um helstu málefni atvinnurekenda á Norðurlandi, samstarf SI við fyrirtæki á Norðurlandi og verkefni sem eru framundan í byggingarmálum, en umfangsmikil uppbyggingarverkefni eru á döfinni á Norðurlandi.

Í sömu ferð var haldinn stjórnarfundur Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi þar sem helstu hagsmunamál félagsins voru rædd. Þá bauð meistarafélagið öllum félagsmönnum ásamt mökum á stórtónleika Helga Björns en félagið hefur yfirleitt veglegan fögnuð fyrir félagsmenn á tveggja ára fresti. Að þessu sinni var Friðriki Á. Ólafsyni, fyrrum viðskiptastjóra félagsins og starfsmanni SI ásamt maka, boðið að njóta með félagsmönnum í þakkarskyni fyrir unnin störf i þágu félagsins undanfarin ár.   

Elísa Arnarsdóttir og Ármann Ketilsson.

Stjornarfundur-2025Stjórn Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi.