Fréttasafn



19. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Heimsókn í Alvotech

Fulltrúar SI, þær Nanna Elísa Jakobsdóttir og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI, heimsóttu Alvotech í síðustu viku til þess að fræðast um fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki í lyfja- og líftækniþróun. 

Í heimsókninni kom fram að mikil vöntun væri á rannsóknar- og prófunaraðstöðu fyrir þessa gerð fyrirtækja og að gríðarlegir möguleikar væru fyrir hendi í iðnaðinum ef frumkvöðlar og rannsakendur fái stuðning til þess að vinna að lausnum. Aðstaðan verður í Klettagörðum við Sundahöfn þar sem Alvotech hýsir nú rannsóknar- og þróunaraðstöðu sína en starfsfólk Alvotech flytur um set á næsta ári í nýtt hátæknisetur fyrirtækisins í Vatnsmýri.

Á myndinni eru Sigurbjört Rutardóttir Process Technology and Innovation Manager hjá Alvotech, Erla Tinna Stefánsdóttir, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Lilja Kjalarsdóttir Head of R&D Business Operation and Strategy hjá Alvotech, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir og Gissur Örlygsson frá Tæknisetri.