19. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Heimsókn í Alvotech

Fulltrúar SI, þær Nanna Elísa Jakobsdóttir og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI, heimsóttu Alvotech í síðustu viku til þess að fræðast um fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki í lyfja- og líftækniþróun. 

Í heimsókninni kom fram að mikil vöntun væri á rannsóknar- og prófunaraðstöðu fyrir þessa gerð fyrirtækja og að gríðarlegir möguleikar væru fyrir hendi í iðnaðinum ef frumkvöðlar og rannsakendur fái stuðning til þess að vinna að lausnum. Aðstaðan verður í Klettagörðum við Sundahöfn þar sem Alvotech hýsir nú rannsóknar- og þróunaraðstöðu sína en starfsfólk Alvotech flytur um set á næsta ári í nýtt hátæknisetur fyrirtækisins í Vatnsmýri.

Á myndinni eru Sigurbjört Rutardóttir Process Technology and Innovation Manager hjá Alvotech, Erla Tinna Stefánsdóttir, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Lilja Kjalarsdóttir Head of R&D Business Operation and Strategy hjá Alvotech, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir og Gissur Örlygsson frá Tæknisetri. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.