Heimsókn í Arkþing - Nordic
Fulltrúi Samtaka iðnaðarins, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Arkþing – Nordic, aðildarfyrirtæki Samtaka arkitektastofa, SAMARK, fyrir skömmu. Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Arkþing - Nordic, tók á móti Bjartmari.
Í heimsókninni var rætt um helstu málefni eigenda og stjórnenda arkitektastofa í starfsumhverfi þeirra og bar þar hæst starfssvið og ábyrgð aðalhönnuða, endurskoðun byggingarreglugerðarinnar, tryggingarmál og -kröfur, framkvæmd útboða og þróun útboðsskilmála og rafrænt umhverfi hönnuða og arkitekta í mannvirkjagerð.
Á myndinni eru Bjartmar og Halldóra.