Heimsókn í Blikksmiðju Guðmundar
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsóttu í morgun Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. Á móti þeim tóku Sævar Jónsson og Emil Kristmann Sævarsson.
Sævar sem er formaður Félags blikksmiðjueigenda hefur rekið Blikksmiðju Guðmundar frá því hann keypti fyrirtækið árið 2007. Hjá fyrirtækinu starfa 11 manns og sinnir fyrirtækið bæði nýsmíði og viðhaldsverkefnum. Þeirra heimamarkaður er Akranes og nærsveitir þar með talið iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Hjá fyrirtækinu er mikið lagt upp úr endurmenntun og þjálfun starfsmanna. Jafnframt er áhersla lögð á öryggi starfsmanna í krefjandi vinnuumhverfi, t.d. með notkun á viðeigandi persónuhlífum og öðrum öryggisbúnaði eins og fallvörnum.
Í samtali við Sævar kom fram að blikksmiðir sækja nám sitt í Borgarholtsskóla og að skólinn sé vel búinn tækjum sem voru að einhverjum hluta gefin til skólans af Félagi blikksmiðjueigenda. Sævar sagði frá því að nýleg lög um persónuvernd væru félagsmönnum í Félagi blikksmiðjueigenda ofarlega í huga og er hann til að mynda að undirbúa innleiðingu á nýrri persónuverndarstefnu inn í gæðakerfið hjá Blikksmiðju Guðmundar.
Á myndinni fyrir ofan eru Sigurður Hannesson, Sævar Guðmundsson, Emil Kristmann Sævarsson og Kristján Daníel Sigubergsson.