Fréttasafn



22. nóv. 2018 Almennar fréttir Menntun

Heimsókn í Borgarholtsskóla

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Borgarholtsskóla í dag þar sem kynntar voru málm- og véltæknibrautir skólans þar sem kennsla fer fram í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun. Nám í málm- og véltæknigreinum er verknám sem á rætur í ævafornum hefðum en byggir engu að síður á nýjustu þekkingu manna í tækni og vísindum. Í greinunum fléttast fornar handverkshefðir og vitneskja um eiginleika málma saman við tölvu- og stýritækni nútímans.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Ársæll Guðmundsson, skólameistari, og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI. 

Heimsokn-Borgarholtsskoli-22-11-2018-2-

Á myndinni eru Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri, Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, Aðalsteinn Ómarsson, deildarstjóri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Ársæll Guðmundsson, skólameistari.