Heimsókn í Borgarholtsskóla
Stjórn Málms ásamt fulltrúum SI heimsóttu Borgarholtsskóla í gær til þess að fræðast um starfsemi skólans og þá sérstaklega málmgreinarnar.
Í heimsókninni kom fram að skólinn hafi staðið fyrir kynningarátaki fyrir málmgreinar í samvinnu við aðra hagaðila síðastliðin tvö ár. Ársæll Guðmundsson, skólameistari, greindi frá því að sú áhersla muni halda áfram. Þá greindi hann jafnframt frá áformum um stækkun skólans á næstu árum og uppbyggingu á aðstöðu fyrir málmgreinar. Umræður sköpuðust milli aðila um mikilvægi samtals skóla og atvinnulífs. Stjórn Málms og fulltrúum SI var boðið að skoða aðstöðu fyrir málm- og bílgreina.