Heimsókn í Brúnás
Fulltrúi SI, Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti sýningarsal Brúnás aðildarfyrirtæki Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda í Ármúla 17a. Jónas Kristinn Árnason, eigandi Brúnás og formaður FHIF tók á móti henni.
Brúnás–innréttingar eru framleiddar í innréttingaverksmiðju Miðáss ehf. á Egilsstöðum, en þar eru einnig aðalskrifstofur fyrirtækisins. Framleiðslan er byggð á grunni Haga innréttinga sem rekja má til ársins 1962. Miðás er í hópi stærstu innréttingaframleiðenda landsins. Þar starfa rúmlega 20 manns, margir hafa langa starfsreynslu og mikil þekking býr á meðal starfsfólks. Auk þess vinna náið með fyrirtækinu hönnuðir og verktakar við uppsetningu innréttinga. Áratuga reynsla og farsæll rekstur hafa því leitt af sér vandaða og trausta vöru, um leið og þess er gætt að stöðug þróun eigi sér stað í hönnun og framleiðslu.
Á myndinni eru Jónas og Elísa.