Fréttasafn



1. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í CCEP

Carlos Cruz, framkvæmdastjóri CCEP (Coca-Cola European Partners Ísland), tók á móti starfsmönnum Samtaka iðnaðarins í vikunni, þeim Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra, Bryndísi Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs og Ragnheiði Héðinsdóttur, viðskiptastjóra. Í heimsókninni kynnti Sigurður helstu áherslumál SI og Carlos sagði frá starfsemi fyrirtækisins og stærstu viðfangsefnum. 

Á fundinum voru meðal annars rædd menntamál, umhverfismál og gengismál. Í lokin fengu gestirnir leiðsögn um verksmiðjuna og nýlega skólphreinsistöð fyrirtækisins sem er sú eina sinnar tegundar á landinu. Stöðin er tveggja þrepa og í gegnum hana fer allt frárennslisvatn frá starfseminni.